
Velkomin í Hundaskóla Norðurlands
Því miður er staðan þannig hjá okkur núna þannig að við erum í smá pásu og erum því ekki starfandi eins og er. Vonandi munum við byrja aftur með bæði einkatíma og námskeið síðar en óljóst er hvenær það myndi gerast. Um leið og staðan skýrist þá munum við setja fram upplýsingar á vefsíðuna okkar og á samfélagsmiðla.

Um okkur
Við hjá Hundaskóla Norðurlands viljum aðstoða hundaeigendur við að læra inn á hundana sína, hvað hundar þurfa og hvernig þeir læra. Við bjóðum upp á ýmis konar námskeið, einkatíma og fyrirlestra á Akureyri eða annars staðar á landinu ef þess er óskað.
Í Hundaskóla Norðurlands komum við fram við hundana af virðinu og notumst við jákvæðan aga - erum ekki fastar í einu þjálfunarformi heldur finnum það sem hentar hverjum hundi og hundaeiganda. Við tökum mið af hverjum og einum og gerum okkar besta í að veita persónulega og góða þjónustu.






